Þennan leik er skemmtilegt að leika með hópi barna. Hann er annað hvort hægt að leika í skóglendi, fjörunni, listigarði, sveitinni eða í göngutúr grónu hverfi.

Markmið: Að auka umhverfis og náttúruvitund barna, að börnin kynnist umhverfi sínu og náttúrunni betur.

Efniviður: Kassi af vaxlitum, blað og blýantur.

Hvert barn fær 1-3 vaxliti (fer eftir fjölda barna). Leikurinn gengur svo út á að hvert barn á að finna hluti í umhverfi sínu sem er eins á litinn og vaxliturinn. Ef leikurinn er leikinn í gönguferð er nóg að börnin kalli til leiðbeinanda eða einhvers fullorðins og sýni þeim hlutinn. Ef leikurinn er leikinn á afmörkuðu svæði eins og í skóglendi eða stórum garði er hvert barn látið fá blað og blýant og það skrifar niður þá hluti sem það finnur og sýnir svo þeim sem stjórnar leiknum. Ekki er ætlast til að börnin taki hluti sem þau finna s.s. slíti upp blóm eða gróður.

Hægt er að nútímavæða leikinn með því að hvert barn taki mynd af því sem það finnur á síma eða myndavél.

Hægt er að skipta stórum hópum í lið og keppast þá liðin um að finna fleiri hluti.

Birt:
25. júní 2014
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Litir náttúrunnar“, Náttúran.is: 25. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/25/litir-natturunnar/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. ágúst 2014

Skilaboð: