Það er ótrúlegt hvað safnast mikið af rusli á heimilinu. Matvæli eru oftar en ekki pökkuð í plastumbúðir, oft einnig með plastloki. Plastið er hægt að endurvinna að hluta til heima. Til dæmis að nota það í föndur. Hvernig væri að búa til svo kallaðan ljósfangara úr plastlokum?

Efniviður: Plastlok í ýmsum stærðum og gerðum, marglitur gegnsær pappír, skæri, límstifti, gatari og garn eða eitthverskonar band.

Við byrjum á því að klippa plastið til í hvaða form sem er. Því næst límum við plastið á pappírinn og klippum hann til eftir forminu á plastinu. Þá setjum við eitt gat með gataranum á hvert plastform (eða tvö ef plastið er stórt). Svo er bara að þræða bandspotta í gegn. Síðan hengjum við ljósfangarann í glugga.

Einnig er hægt að notast við fallega málningu á plastið í stað pappírsins, eða nota pappírinn í mósaík á plastið.

Birt:
25. júní 2014
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Ljósfangari“, Náttúran.is: 25. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/25/ljosfangari/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. ágúst 2014

Skilaboð: