Njótum náttúrunnar á Sólheimum!

29. júní, sunnudagur kl. 15:00 við Sesseljuhús - Jóga úti í náttúrunni
Unnur Arndísar jógakennari mun kenna gestum grunnstöður í jóga og mun leiða stutta hugleiðslu og tengja fólk þannig náttúrunni.

8. júlí, þriðjudagur kl. 17:00 við Grænu könnuna - Lífræn ræktun
Ágúst Friðmar Backmann kynnir lífræna ræktun, moltugerð og Aquaponics. Gengið um ræktunarstöð Sólheima, kíkt í ormaræktun, moltugerð og fiskeldi sem er nýtt til að rækta í þörunga sem er blandað í ræktunarmold.

13. júlí, sunnudagur kl. 15:00 í Sesseljuhúsi - Býflugnarækt
Erlendur Pálsson kynnir býflugnaræktun á Sólheimum og býflugnabú verður skoðað ef veður leyfir.

22. júlí, þriðjudagur kl. 17:00 í Sesseljuhúsi - Vistvænar byggingar
Árni Friðriksson arkitekt hefur teiknað mörg hús á Sólheimum og er Sesseljuhús þeirra þekktast en það er sýningarhús um sjálfbæra byggingu. Árni sýnir húsið og þá mörgu ólíku þætti sem þarf að hafa í huga við að koma upp sjálfbæru húsi.

29. júlí, þriðjudagur kl. 17:00 við Grænu könnuna - Tröllagarður
Á Sólheimum hafa íbúar sett saman merkilegan matjurtagarð með bæði lífrænum og lífefldum aðferðum og mun Valgeir kynna verkefnið og ræktunaraðferðir. Valgeir Fridolf Backman kynnir garðinn.

3. ágúst, sunnudagur kl. 15:00 við Sesseljuhús - Útileikur fyrir börn
Hólmfríður Frostadóttir hefur reynslu af barnastarfi og leikjanámskeiðum. Hún mun leiða börn á öllum aldri í skemmtilega útileiki.

9. ágúst, laugardagur - Lífræni dagurinn
Talið er að lífræn- og lífefld ræktun á norðurlöndum hafi fyrst farið fram á Sólheimum. Reist verður tjald við kaffihúsið og þar verða afurðir Sólheima til sölu, ásamt ýmsum lífrænt vottuðum vörum frá öðrum framleiðendum, innlendum og erlendum. Að auki bjóðum við þekktum matreiðslumeistara hingað til að bera fram lífrænar kræsingar í kaffihúsinu ásamt öðrum óvæntum uppákomum.

Ljósmynd: Sesseljuhús að Sólheimum, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

 


Birt:
24. júní 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisfræðsla á Sólheimum í sumar“, Náttúran.is: 24. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/24/umhverfisfraedsla-solheimum-i-sumar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: