Margir sem flett hafa í gegnum vistræktarsíður rekast oft á teiknaða mynd af vistræktarkjúklinginum (e. Permaculture chicken). Myndin útskýrir hönnunarnálgun sem byggir á að tengja þarfir (e. input) og uppskeru (e. output). Hægt er að tileinka sér hugmyndina á hvaða hátt sem er. Tilgangurinn er að skapa afkastamikið vistkerfi. Til útskýringar er fyrrnefndur kjúklingur ágætis dæmi.

  • Listaður upp þá þætti sem þú vilt hafa í vistræktargarðinum þínum (Dæmi: ætiplöntur, dýr eða aðrar auðlindir).
  • Greindu hvern þátt og finndu þarfir og gjafir hvers þeirra. Allt sem þátturinn þarf til að stuðla að uppskeru eru þarfir hans, allt sem hann gefur af sér flokkast sem uppskera. Dæmi: Hæna þarf aðgang að skjóli, hita og fæðu en gefur egg, fjaðrir, úrgang og jafnvel kjöt.
  • Nú er komið að því að tengja þættina saman með því að finna að uppskera eins getur verið þörf annars. Dæmi: Úrgangur kjúklingsins er afbragðs næring fyrir jarðveg í matjurtargarð, eggin næra mannfólkið.

Með því að tengja saman þarfir og uppskerur færumst við nær einhvers konar jafnvægi. Það gefur auga leið að erfitt getur reynst að láta garðinn ganga fullkomnlega upp, aðstæðurnar gætu einfaldlega ekki verið fyrir hendi. En mér þykir þó góð regla að hugsa að hver þáttur hafi amk. þrjár æskilegar ástæður til að vera í garðinum, tengist einhverju öðru á þrjá vegu.  

 

Birt:
23. júní 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Þörf og uppskera“, Náttúran.is: 23. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/23/thorf-og-uppskera/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. júní 2014

Skilaboð: