Þrátt fyrir að ég reyni að forðast að kaupa plastpakkaðan mat þá safnast plastumbúðir upp á heimilinu í síauknum mæli.

Eitt af því sem að mikið safnast upp af hjá okkur eru bakkar undan nautahakki. Þessir bakkar hafa lengi valdið mér hugarangri og ég fór að nota þá til að sortera skrúfur og annað verkfærakyns í í bílskúrnum en þeir henta ágætlega til þess, að vissu marki.

Svo eru þeir líka ágætir sem sáðbakkar.

En svo þegar að tómatplönturnar sem ég sáði fyrir í vor urðu fleiri en undirpottar undir blómapottana datt mér í hug að nota þá sem undirbakka og er ánægð með það, Þeir líta alls ekki illa út, raðast vel á gluggasilluna og eru nógu sterkir til þess arna.

Þar með spara ég kaup á rándýrum undirbökkum í blómabúðinni sem að mér finnst alveg frábært. En ekki bara það heldur sparast olía til framleiðslu undirbakka sem ég þarf ekki og þar með hefur þessi litla hugmynd minnkað sótspor heimsins oggolítið.

Ljósmyndir: Hakkbakki og tómatplöntur í blómapottum á hakkbakka-undrbökkum, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
11. júní 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hakkbakka- undirbakkar“, Náttúran.is: 11. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/11/hakkbakkaundirbakkar/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. febrúar 2016

Skilaboð: