Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkir Húsið og umhverfið
Úthlutað hefur verið úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups í ár og meðal þeirra verkefna sem styrkt voru að þessu sinni er verkefnið „Húsið og umhverfið“ í vef og app-útgáfu sem Náttúran.is er að ljúka við. Auk þess fékk Steinunn Harðardóttir styrk til að gerðar þáttarins „Með náttúrunni“ í Grænvarpi Náttúrunnar. Samtals var úthlutað til 35 verkefna.
Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!
Sjá nánar um öll verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni:
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík - Önnur framtíð - 100.000
Innflutningur og sýningargjöld á kvikmyndum sem tengjast umhverfisvernd.
Íslenska vitafélagið – félag um íslenska strandmenningu - Íslensk strandmenning - 100.000
Vorþing þar sem fjallað verður um íslenska strandmenningu.
Bjarni E. Guðleifsson - Hraun í Öxnadal – Fólkvangur - 300.000
Kortagerð, umbrot og myndvinnsla bókar um Hraun í Öxnadal, fólkvang.
Blái herinn - Hreinn ávinningur 2014 - 300.000
Starfsemi Bláa hersins gengur út á að hreinsa rusl en einnig að fræða og hvetja landsmenn til góðrar umgengni við náttúruna. Markhópur almenningur og ráðamenn.
Edda Elísabet Magnúsdóttir - Söngur hnúfubaksins – rannsóknir á hljóðum hnúfubaks við Ísland - 400.000
Rannsókn til að efla þekkingu á lífsháttum hnúfubaka og nýtingu þeirra á strandsvæðum við Ísland. Sú þekking er mikilvæg í ljósi aukinna umsvifa mannsins á norðlægum hafsvæðum.
Ferðafélagið Útivist - Skilti í Básum í Goðalandi - 400. 000
Upplýsingaskilti með hagnýtum upplýsingum og göngukorti af Þórsmerkursvæðinu.
Guðbrandsstofnun - Hvernig metum við hið ómetanlega? Víðátta og auðlindir - 400.000
Ráðstefna þar sem umræða um hin „ómetanlegu“ gæði og gildi víðáttu og auðlinda verður í brennidepli. Þverfagleg nálgun.
Guðmundur Hrafn Guðmundsson - Nýjar leiðir gegn sýklum efla ónæmiskerfið og draga úr notkun sýklalyfja - 400.000
Rannsóknir sem miða að því að nálgast skilning á stjórnun náttúrulegs ónæmis. Með því að örva ónæmiskerfið má drepa sýkla og draga úr ónæmum stofnum baktería. Notkun lyfja mun minnka.
Helena Guttormsdóttir - Að horfa er skapandi athöfn – sjónrænir þættir í íslensku landslagi - 400.000
Handbók ætluð almenningi um sjónræna þætti í íslensku landslagi.
Hrefna Sigurðardóttir, Auður Ákadóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir - Haugfé - 400.000
Verkefnið gengur út á að safna upplýsingum um efni sem fyrirtæki senda til urðunar eða endurvinnslu og gera þær aðgengilegar almenningi. Það sem álitið er rusl í fyrirtækjum eru oft auðlind í augum annarra.
Hrönn Baldursdóttir - Þín leið – næsta skref - 400.000
Námskeið fyrir ungt fólk sem fer fram í náttúrunni. Þar er fengist við náttúruupplifun, slökun, íhugun og stefnumótun.
Náttúrustofa Vestfjarða - Vestfirðir fyrir fuglaskoðara - 400.000
Fuglaskoðunarkort fyrir Strandabyggð sem sýnir hvaða fuglategundir megi búast við að sjá á viðkomandi stöðum og á hvaða tíma.
Miðgarður – Borgarbýli - Borgarbýli í Reykjavík - 400.000
Stofnun borgarbýlis í Reykjavík, þar sem íbúar geta tekið þátt í árstíðabundinni og lífrænni ræktun í gróðurhúsi eða leigt ræktunarreit. Námskeið um sjálfbæran lífsstíl.
Steinunn Harðardóttir - Með náttúrunni - 400.000
Útvarpsþáttur á netsvæði (natturan.is) með áherslu á náttúruna, umhverfið og ferðamál fyrir fullorðna og börn.
Ari Trausti Guðmundsson - Orkupostulinn Jón - 500.000
Heimildarmynd fyrir sjónvarp um Jón Kristinsson arkitekt, frumkvöðul og sérfræðing um vistvænar byggingar.
Guðrún Helgadóttir hjá Háskólanum á Hólum - Áhrif hestaferða í þjóðgörðum - 500.000
Rannsókn á áhrifum hestaferðamennsku í þjóðgörðum. Er reiðgata ör í andliti jarðar eða hrukka mynduð af reynslu lífs og lands? Fræðilega er Ísland áhugavert vegna þess hvað aðstæður eru frábrugðnar því sem sést á þeim stöðum sem mest hafa verið rannsakaðir erlendis.
Helmut Hinrichsen hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla - Skólar fóstra Reykjaveginn - 500.000
Nokkrir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi hafa sameinast um að taka Reykjaveginn í fóstur, sem er gönguleið frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Svæðið á að nýtast til göngu og fræðslu í anda sjálfbærni.
Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir - Spekileki – fræðslumyndbönd um náttúruvísindi - 500.000
Gerð stuttra fræðsluþátta um náttúruvísindi sem birtir verða á internetinu.
Ólafur Einarsson - Ferðalög íslenska smyrilsins - 500.000
Rannsókn á farleiðum og vetrardvalarstöðum íslenskra smyrla.
Ljósop ehf - Refirnir á Hornströndum - 600.000
Náttúrulífsmynd um refi og lifnaðarhætti þeirra.
Arnar Jónasson - RÆTUR - 700.000
Listræn heimildarmynd þar sem blandað er saman tónlist, hreyfimyndum úr íslenskri náttúru, auk viðtalsbúta við elstu kynslóð Íslendinga þar sem hún lýsir viðhorfum sínum til íslenskrar náttúru.
Gréta V. Guðmundsdóttir - Þróun ímyndar íslenska hestsins - 700.000
Bókverk um þróun ímyndar íslenska hestsins þar sem sérstaklega verður skoðuð þróun táknmyndar töltstöðu keppnisgæðingsins síðustu 20 ár.
Hið íslenska náttúrufræðifélag - Náttúra Mývatns og Þingvallavatns; einstök vistkerfi undir álagi - 700.000
Útgáfa þemarits, til heiðurs dr. Pétri M. Jónassyni, ætlað almenningi um náttúru vatnanna, verndarstöðu vatnasviðanna og ógnir sem steðja að vistkerfum þeirra.
Þekkingarsetur Suðurnesja - Rannsóknir á vistfræði fjara á Reykjanesskaga - 700.000
Grunnrannsóknir á fjörusvæðum á Reykjanesskaga og kortlagning vistfræðilegra þátta fjaranna.
Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands - Fjarsjá til vöktunar á sjófuglastofnum - 741.500
Með hjálp tækisins verður hægt að framkvæma rannsókn þar sem markmiðið er að skrásetja fækkun íslenskra sjófugla með hliðsjón af fæðu, viðkomu, lífslíkum og sjávarhita. Þekkingin er undirstaða rannsókna á orsökum fækkunar og sjálfbærrar nýtingar stofnanna.
Genium ehf - Pöddu- og fuglalykill - 800.000
Smáforrit (app) sem gera fólki kleift að greina bæði jurtir og dýr í náttúru landsins á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Hrönn Egilsdóttir - Súrnun sjávar og afleiðingar fyrir kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland - 800.000
Grunnrannsókn á súrnun sjávar við Ísland og afleiðingum fyrir kalkmyndandi lífríki.
Johannes Welling - Íslenskt jöklalandslag á tímum hnattrænna loftlagsbreytinga - 800.000
Markmið verkefnisins er að fá fram aukinn skilning á helstu áhrifum hnattrænna loftslagsbreytinga á íslenskt jöklalandslag og þeim ógnunum sem þeim fylgja, bæði í tengslum við náttúruvernd og útivist.
Landvernd - Ástand og möguleikar á endurheimt jarðhitasvæða - 800.000
Þróun aðferðafræði til að meta rask og möguleika á endurheimt jarðhitasvæða.
Ómar Þ. Ragnarsson - Akstur í óbyggðum – Íslandsljóð – Reykjavíkurljóð - 800.000
Frágangur heimildarmynda og markaðssetning fyrir ferðafólk og almenning.
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði (Gunnsteinn Ólafsson) - Ævintýraóperan Baldursbrá - 800.000
Flutningur á ævintýraóperunni Baldursbrá á tvennum tónleikum í sumar; á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og í Langholtskirkju.
Bjarni K. Kristjánsson hjá Háskólanum á Hólum - Fjölbreytileiki hornsíla í Mývatni - 1.000.000
Rannsóknir og vöktun á hornsílum í Mývatni og rannsókn á áhrifum hitastigs fyrir þróun þeirra.
Náttúran.is - Húsið og umhverfið (app / vefútgáfa) - 1.000.000
Gagnvirkt kennslutæki um allt á heimilinu í ljósi umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða. Leikir og fræðsla.
Náttúrustofa Norðausturlands - Vefnámskeið fyrir landverði - 1.000.000
Grunnnámskeið, endurmenntunarnámskeið og námsefni á vef til notkunar í námi fyrir landverði.
Skotta ehf - Fossbúinn - 1.000.000
Undirbúningur alþjóðlegrar heimildarmyndar um þá vá sem laxastofninum í Þjórsá stafar af virkjanaáformum í neðri hluta Þjórsár.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkir Húsið og umhverfið“, Náttúran.is: 6. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/06/natturuverndarsjodur-palma-jonssonar-styrkir-husid/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.