Málþing VSÓ-ráðgjafar og Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum
Föstudaginn 6. júní kl. 8:30 - 10:00 heldur Vegagerðin og VSÓ-ráðgjöf morgunverðarfund á Grand Hóteli um mat á umhverfisáhrifum í tuttugu ár.
Farið verður yfir nýlega rannsókn VSÓ-ráðgjafar sem unnin var fyrir Vegagerðina og ber heitið: „Áhrifamat í vegagerð, endurtekið efni eða viðvarandi lærdómur?". Einnig munu fulltrúar Skipulagsstofnunar og Landverndar halda erindi á málþinginu.
Morgunverður verður í boði frá kl. 08:00 og þátttakendur eru beðnir að skrá sig á vso@vso.is. Allir velkomnir.
Ljósmynd: Fjallabak, ljósm. Árni Tryggvason.
-
Málþing um mat á umhverfisáhrifum
- Staðsetning
- Grand Hótel - Sigtún 38
- Hefst
- Föstudagur 06. júní 2014 08:30
- Lýkur
- Föstudagur 06. júní 2014 10:00
Tengdir viðburðir
Birt:
5. júní 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Málþing VSÓ-ráðgjafar og Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum“, Náttúran.is: 5. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/05/malthing-vso-radgjafar-og-vegagerdarinnar-um-mat-u/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.