Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Evrópustofa í samvinnu við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, standa fyrir opnum fundi um stefnu Evrópusambandsins um loftslagsbreytingar í Odda 101 fimmtudaginn 5. júní kl. 13-16.

Á málþinginu verður fjallað um stefnu Evrópusambandsins í loftslagsmálum og hvernig hún hefur áhrif á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Er sambandið að standa sig nægilega vel í baráttunni gegn hlýnun jarðar? Á Íslandi er losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa með því mesta sem gerist í heiminum. Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera til að draga úr þessari losun? Hvaða tækifæri eru til nýsköpunar í viðskiptageiranum á Íslandi? Þarf að breyta viðhorfum hérlendis?

Dagskrá:

  • Opnunarávarp - Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
  • Stefna Evrópusambandsins í loftslagsmálum og EES-samningurinn - Samuel Flückiger, sérfræðingur í umhverfismálum hjá EFTA
  • Gagnrýnin umfjöllun um stefnu Evrópusambandsins í loftslags- og orkumálum - Wendel Trio, formaður Climate Action Network Europe
  • Stefna og aðgerðir Íslands í loftslagsmálum - Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
  • Tækifæri til nýsköpunar í viðskiptageiranum á Íslandi - Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins
  • Gerum minna - hreinskilið viðhorf til höfuðorsaka nútímaloftslagsbreytinga - Finnur Guðmundarson Olguson, einn umsjónarmanna grugg.is, vefrits um umhverfismál

Samantekt: Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands

Fundarstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar

Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Málþingið fer fram á ensku. Allir velkomnir.


Birt:
3. júní 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Málþing um stefnu um loftslagsbreytingar í Evrópusambandinu og hérlendis“, Náttúran.is: 3. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/03/malthing-um-stefnu-um-loftslagsbreytingar-i-evropu/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: