Búrfellslundur – frestur til að gera athugasemdir er til 13. júní 2014
„Búrfellslundur“ er nýtt heiti á 34 km² svæði þar sem fyrirhugað er að reisa nýtt vindorkuver, þ.e. vindlund með allt að áttatíu 2,5-3,5 MW vindmyllum. Fyrirhugaður Búrfellslundur er staðsettur ofan Búrfells, bæði á hraun/sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu, þar sem rannsóknarvindmyllur Landsvirkjunar eru staðsettar. Sjá kort.
Frestur til að gera athugasemdir er til 13. júní 2014.
Um virkjunarkostinn
Í desember 2012 reisti Landsvirkjun tvær vindmyllur í rannsóknarskyni ofan við Búrfell og er markmiðið að kanna hagkvæmni raforkuvinnslu með vindorku á Íslandi. Reksturinn hefur gengið vel og niðurstöður undanfarinna mánaða sýna að aðstæður til virkjunar vindorku virðast hagstæðar á þessu svæði.
Landsvirkjun hefur nú ákveðið að meta möguleika á að reisa fleiri vindmyllur í þyrpingu, svokölluðum vindlundi (e: wind farm eða wind park) á svæðinu. Ekki hefur áður verið skoðaður ítarlega sá möguleiki að setja upp vindlundi á Íslandi og meta tækifærin sem felast í samspili vind- og vatnsorku.
Verkefnið er háð lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Þessi drög að tillögu að matsáætlun er fyrsta skrefið í matsferlinu. Í drögunum er fjallað um fyrirhugað verkefni, gerð grein fyrir staðháttum á svæðinu og sett fram áætlun um mat á umhverfisáhrifum.
Öllum gefst kostur á að kynna sér drög að tillögu að matsáætlun og setja fram athugasemdir fram til föstudagsins 13. júní 2014. Í endanlegri tillögu að matsáætlun verður gerð grein fyrir þeim ábendingum og athugasemdum sem kunna að berast. Hægt er að senda athugasemdir bréfleiðis á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netfangið haukur@mannvit.is.
-
Frestur til að gera athugasemdir við Búrfellslund rennur út
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Búrfellslundur – frestur til að gera athugasemdir er til 13. júní 2014“, Náttúran.is: 1. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/01/burfellslundur-frestur-til-ad-gera-athugasemdir-er/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.