Hvað er Húsið og umhverfið?
Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf.

Hvernig nota ég Húsið og umhverfið?
Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga hér á auðveldan hátt og verið viss um að upplýsingarnar séu vandaðar og ábyggilegar.

Hvernig virkar Húsið og umhverfið?
Húsið og umhverfið virkar þannig að þegar þú smellir á einstaka rými innan og utan dyra og síðan á einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting, sparnaður og hagsýn og vistvæn innkaup geta tengst þeim.

Merkingar
Hér finnur þú safn af alls kyns merkjum sem hafa með umhverfi, sjálfbærni, endurvinnslu og hættur að gera. Aðeins með því að skilja þýðingu þeirra erum við fær um að velja jákvæðari kosti. 

Leikir
Hér eru innileikir, útileikir og hugmyndir að náttúruleikjum, föndur og góð ráð fyrir fyrir þig og umhverfið.

Húsið og umhverfið er eitt af fjölmörgum samfélagslegum verkefnum sem Náttúran.is hefur ráðist í að eigin frumkvæði en á vefnum Náttúran.is er fjölda liða að finna sem allir þjóna því markmiði að fræða um umhverfismál, þróa tæknilegar lausnir til miðlunar upplýsinga og kortleggja sjálfbæra kosti á öllum sviðum. Húsið og umhverfið er einnig að finna í vefútgáfu á Náttúran.is undir natturan.is/husid.

Birt:
15. maí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Um Húsið og umhverfið“, Náttúran.is: 15. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/15/um-husid-og-umhverfid/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: