Hlýnun jarðar og hækkun sjávar eru vandamál sem fólk vill gjarnan ýta frá sér og vísar þá til þess að þetta verði ekki vandamál fyr en í einhverri framtíð. En áttar sig ekki á að vandinn er núna, afleiðingarnar verða svo verrri seinna. Á ársfundi veðurstofunnar talaði sitjandi umhverfis og auðlindaráðherra um „líklegar breytingar í framtíðinni“. Hann var svo ekki viðstaddur erindi sem á eftir komu þar sem fjallað var um orðnar og yfirstandandi breytingar og áhrif sem þegar má sjá.

Nýjar rannsóknir á vegum NASA benda ótvírætt til þess að íshella suðuðrskautsins sé komin á það stig bráðnunar að ekki verði aftur snúið. Þessi bráðnun ein og sér gæti valdið um 20m hækkun á yfirborði sjávar. En ef allur landís bráðnar gæri hækkunin orðið um 60m.

Vissulega mun það taka tíma. Jafnvel aldir. Engu að síður stendur þessi bráðnun yfir og hver metri sem sjávarborð hækkar um mun hrekja fjölda fólks af stað í leit að nýjum heimkynnum. Þetta er einna verst frjósömum svæðum sem byggst hafa upp við ósa strórfjlóta s.s. Ganges, Amazon, Missisippi og Þjórsár svo einhver séu talin. Þar liggur land lágt og hver metri í hæð eru hundruð eða þúsundir metra inn í land. Í Bangala Desh eru þegar tugir eða hundruðir þúsunda á vergangi vegna ágangs sjávar á land við árósana. 

Á vefsíðunni World Under Water má skoða áhrif hækkunar á kunnuglega staði. Hægt er að leita að ýmsum stöðum í heiminum. Ekki er upplýst um hvaða hækkun um ræðir en líklega er 5 - 10m hækkun sýnd.

Hér eru nokkrir tenglar á kunnuglegar slóðir:

 

Birt:
13. maí 2014
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Hækkun sjávarborðs“, Náttúran.is: 13. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/13/haekkun-sjavarbords/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: