Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki um umhverfisvænan lífsstíl og lykill að umhverfislausnum fyrir heimilið. Skoða Húsið og umhverfið.

Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga í Húsinu og umhverfinu á auðveldan hátt og verið viss um að upplýsingarnar séu vandaðar og ábyggilegar.

Í Húsinu og umhverfinu eru 15 rými. Ef smellt er á einstaka rými og síðan einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting, sparnaður og hagsýn og vistæn innkaup geta tengst þeim.

Umhverfisvænn lífsstíll sparar peninga og er hagkvæmur þegar til lengri tíma er litið bæði fyrir menn og náttúru.

Ef þú vilt vita meira, gera athugasemdir eða taka þátt í vinnu við Húsinu og umhverfinu, þá skrifaðu okkur á natturan@natturan.is eða hringdu í síma 863 5490.

Tákn fyrir um Húsið og umhverfið Náttúrunnar: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

Birt:
18. mars 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hús og umhverfi Náttúrunnar“, Náttúran.is: 18. mars 2015 URL: http://nature.is/d/2014/05/09/husid-umhverfid/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. maí 2014
breytt: 4. ágúst 2015

Skilaboð: