Þegar við notum hugtakið himinn þá eigum við oftast við allt það sem er fyrir ofan okkur, loftið og jafnvel allan himingeiminn, drauma og þrár. Himininn er í hugum margra heimkynni guðanna og sá staður sem við snúum aftur til eftir dauðann. Himininn er því að vissu leiti andlegur staður frekar en það sem við köllum veðrahvolf og geim og mótsögnin við himininn er hið neðra eða heimkynni Kölska og alls hins illa. Hverju svo sem hver trúir þá er himinn og undirheimar andstæðurnar sem endurspegla hið góða og hið illa. 

Leonardo da Vinci útskýrði bláma himinsins þannig:  „Rakinn í loftinu fangar ljósið frá sólinni og virkar sem linsa á milli okkar og hins svarta alheims þar fyrir handan, sem sýnist þannig vera blár í augum okkar.

Nútíma vísindi skýra bláma himinsins aftur á mót þannig: „Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár.“

Svo er spurning hvor þessarra skýringa okkur finnst skýra blámann betur?

 

Birt:
6. maí 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Himininn“, Náttúran.is: 6. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/06/himininn/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. júní 2014

Skilaboð: