Í heiminum eru til um 10 þúsund tegundir grasa. Meðal þeirra eru korntegundirnar hafrar, rúgur, hveiti, bygg, hrís og maís. Fyrir um 10  þúsund árum byrjaði fólk að hagnýta sér þessar tegundir til matar, þegar það uppgötvaði gæði fræjanna.

Frá þeim tíma hafa þessar tegundir verið ein meginstoð í mat manna. Allt frá landnámi hefur þurrt hey verið nýtt sem vetrarfóður fyrir búpening. Grasið á sumrin og heyið á veturna verður þannig að kjöti og mjólk sem hefur átt sinn þátt í að halda í okkur lífinu.

Birt:
30. apríl 2014
Höfundur:
Valgeir Bjarnason
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Valgeir Bjarnason „Hey og korn“, Náttúran.is: 30. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/30/hey/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. júní 2014

Skilaboð: