Það er eins með garðáhöld og önnur mannanna verk að gæðin skipta meginmáli. Það er enginn sparnaður í því að kaupa drasl sem dettur í sundur eftir stuttan tíma og þurfa svo að kaupa ný garðáhöld á nokkurra ára fresti.

En það er jafn mikilvægt að fara vel með áhöldin sín svo þau grotni ekki niður. Passa að láta þau ekki standa úti og fúna og ryðga því vatn og sólarljós vinna á öllum hlutum, ekki síst járni og viði.

Það má líka hafa í huga hvort að raunveruleg þörf sé fyrir garðáhaldið eða hvort að það sé í raun svo sjaldan notað að nóg sé að fá slíkt lánað hjá vinum eða nágrönnum.

Að fjárfesta í góðum garðáhöldum í sameiningu er auðvitað langhagkvæmasta lausnin þegar á heildina er litið, fyrir alla aðila. Líka fyrir Jörðina okkar sem þarf þá ekki að gefa okkur efni í óþarflega mörg áhöld og þarf þá líka að taka við færri ónýtum áhöldum þegar líftíma þeirra líkur.

Birt:
30. apríl 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Garðáhöld“, Náttúran.is: 30. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/30/gardahold/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. júní 2014

Skilaboð: