Skrifstofupappír
Skrifstofupappír er verðmætur. Hann er dýr og því verðum við að fara sparlega með hann. Best er að sleppa því alveg að prenta sé þess kostur og láta rafræn gögn nægja. Ef nauðsynlegt er að prenta út efni er sparnaður í því að prenta báðu megin á blaðið.
Við val á skrifstofupappír skiptir máli að velja umhverfismerktan pappír t.d. með Blóminu, Svaninum eða Bláa englinum. Veljið þykkt sem hentar verkefninu og veljið frekar hvítan pappír en litaðan því litunin hefur ætíð í för með sér meiri umhverfisáhrif.
Skrifstofupappír er einnig verðmætur til endurvinnslu. Pappírinn er pressaður saman undir miklum þrýstingi, vírbundinn og fluttir til Svíþjóðar til endurvinnslu. Vörur eins og eldhúsrúllur og salernispappír eru framleiddar úr endurunnum pappír.
Á Endurvinnslukortinu og app-útgáfu Endurvinnslukortsins eru allar upplýsingar um endurvinnslu og þá staði sem taka á móti skrifstofupappír.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Skrifstofupappír“, Náttúran.is: 30. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/30/skrifstofupappir/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. júní 2014