Prentarar eru af margvíslegum gerðum og gæðum, bæði dýrir og ódýrir. Hagkvæmast er að velja prentara sem hentar þínum þörfum og sem prentar báðu megin á pappírinn. Passaðu þig á að fá upplýsingar um prenthylkin áður en þú kaupir prentara. Stundum eru prenthylkin svo dýr og óumhverfisvæn (mikið plast og ekki hægt að fylla á þau) að betra hefði verið að velja aðra tegund af prentara í byrjun, jafnvel dýrari tegund. Sum prenthylki er hægt að láta fylla á og er það tvímælalaust umhverfisvænsta lausnin.

Ef þú hefur kost á því að velja umhverfismerktan prentara t.d. Svansmerktan eða með TCOmerkinu (t.d. TCO ’03 eða TCO ’06) og með orkusparnaðarmerkin Energy Star þá er það góð trygging fyrir orkusparnaði og lágmörkun á hávaða og þungmálmum. Mundu að slökkva á prentaranum þegar hann er ekki í notkun, það sparar rafmagn.

Það er því miður svo að margar vörur í dag, þ.á.m. prentarar eru með innbyggðum tímamæli og hætta hreinlega að virka eftir ákveðna notkun. Þetta er sorgleg staðreynd sem að við megum ekki líta fram hjá en við höfum því miður engin ráð um hvaða tæki þetta eru nákvæmlega.

Á Endurvinnslukortinu og app-útgáfu Endurvinnslukortsins eru allar upplýsingar um endurvinnslu og þá staði sem taka á móti raftækjum.

Skoða Endurvinnslukortið. 

Skoða app-útgáfu Endurvinnslukortsins.

Birt:
30. apríl 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran.is, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Prentari“, Náttúran.is: 30. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/30/prentari/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. júní 2014

Skilaboð: