Ruslaurant opnar á Granda
Ruslaurant opnar á Járnbraut á Granda fimmtudaginn 1. maí frá kl. 14:00.
„Þann 1.maí ætlar Ruslaurant að vekja athygli á öllum þeim góða mat sem fer til spillis daglega og bjóða gestum og gangandi uppá veitingar. Frír matur fyrir alla (á meðan birgðir endast).
Í ferlinu frá framleiðanda til neytenda er árlega 1/3 af öllum mat hent. Á meðan svellta milljónir manna. Peningurinn (750 milljarðar dala), vatnið (jafnast á við árlegt streymi rússneska stórfljótsins Volgu) og landið sem fer í þessi sóuðu matvæli má vafalaust verja betur.
Komið, borðið, ræðið og fræðist.“
Þannig hljómar viðburðurinn á Faceibook en það eru sjö nemendur úr Listaháskóla Íslands sem standa að þessum óvenjulega rekstri. Hópurinn hefur komið sér upp eldunaraðstöðu og hyggst bjóða upp á mat sem þau hafa fundið í gámum úr gámi.
-
Ruslaurant á Granda
- Staðsetning
- Járnbraut 2
- Hefst
- Fimmtudagur 01. maí 2014 14:00
- Lýkur
- Fimmtudagur 01. maí 2014 18:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ruslaurant opnar á Granda“, Náttúran.is: 29. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/29/ruslaurant-opnar-granda/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.