Margir þeirra sem hafa veitt umsagnir vegna beiðni Orkuveitu Reykjavíkur um fimm ára undanþágu frá hertum reglum um losun brennisteinsvetnis, leggjast gegn svo rúmri undanþágu. Umhverfisráðuneytið fjallar um málið, en átta hafa sent inn umsögn vegna þess. Umhverfisstofnun segir að brennisteinsmengun frá Hellisheiðarvirkjun sé meiri en sem nemur losun álvers Alcoa Fjarðaáls.

Í núgildandi reglum segir að fara megi yfir sólarhringsmörk brennisteinsvetnis fimm sinnum á ári. Miðað er við 50 míkrógrömm á rúmmetra, en þegar hertar reglur taka gildi má aldrei fara yfir mörkin. Starfsleyfi virkjana veltur á því að þær standist reglurnar. Reglunar voru hertar árið 2010 en ákveðið var að fresta gildistökunni til þessa árs, svo Orkuveitan kæmist yfir vandann. Orkuveitan sótti einnig um rúman frest í fyrra, en var synjað.

Margar umsagnir

Orkuveita Reykjavíkur hefur sótt um undanþágu frá nýju reglunum til fimm ára, en fyrirtækið hefur unnið að því að draga úr menguninni, meðal annars með tilraunaverkefni um niðurdælingu, með svonefndri Sulfix aðferð. Umhverfisráðuneytið hefur málið til umfjöllunar, en ráðherra tekur ákvörðun um hvort Orkuveitan fái undanþágu. Átta hafa veitt umsögn um málið: Orkustofnun, Umhverfis stofnun, Heilbrigðisnefnd Suðurlands, sem veitir virkjuninni starfsleyfi, Heil brigðisnefnd Reykjavíkur, Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogs, Heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis, embætti Landlæknis og Waldorfskólinn í Lækjarbotnum.

Vill tveggja ára undanþágu

Umhverfisstofnun leggur til að undan þága verði veitt til tveggja ára. Þá verði metinn árangur af svonefndu Sulfix verkefni Orkuveitunnar, til að draga úr losun efnisins. Umhverfisstofnun segir í umsögn sinni að árangur af verkefninu hafi verið jákvæður. Nú sé annar áfangi verkefnisins að hefjast, en þá verði 15 prósentum af því brennisteinsvetni sem kemur frá virkjuninni dælt niður. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands veitir Hellisheiðarvirkjun starfsleyfi. Eftirlitið tekur í svipaðan streng og Umhverfisstofnun í sinni umsögn um undanþágu Orkuveitunnar. Ekki sé hægt að leggja til fimm ára undanþágu frá hertum reglum, en veita megi undanþágu til eins árs í senn.

Fylgist með mengun

Í umsögn Landlæknisembættisins kemur fram að vel þurfi að fylgjast með áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu fólks, hér eftir sem hingað til. Sömuleiðis segir, eftir því sem Reykjavík vikublað kemst næst, að heppilegra væri að veita undanþágu til skemmri tíma í senn en fimm ára.

Á móti

Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðarsvæðis hefur lagst gegn því að Orkuveitan fái undan þágu. Bæjarráð Kópavogs hefur tekið undir þetta með heilbrigðiseftirlitinu og jafnframt skorað á Orkuveitina að bregðast sem fyrst við mengun með mótvægisaðgerðum, en í Lækjar botnum, sem eru í landi Kópavogs, hafa toppar í styrk brennisteinsvetnis farið yfir skilgreind mörk. Þarna er rekinn bæði leikskóli og grunnskóli. „Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er nauðsynlegt að gripið verði til mótvægisaðgerða. Heilsu barna á svæðinu má ekki ógna með loftmengun, meðan unnið er að þróunarverkefnum þó svo þær leiði til úrbóta síðar,“ segir í bókun Heilbrigðiseftirlits Kópavogs og Hafnarfjarðarsvæðis. Þá hefur þess einnig verið óskað að mengunin þar verði kortlögð nákvæmlega. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, sem veitir virkjuninni starfsleyfi, hefur ekki tekið undir að, þar sem þegar sé unnið að
aðgerðum.

Spyrja um starfsleyfi

Umhverfisstofnun spyr í umsögn sinni um verkaskiptingu heilbrigðisnefnda og Umhverfisstofnunar. Hún bendir á að meginlínur í verkaskiptingunni séu þær að stofnunin veiti starfsleyfi og hafi eftirlit með stærri og mengandi fyrirtækjum, líkt og malbikunar
stöðvm, járnblendiverksmiðjum og álverum. Heilbrigðisnefndir hafi hins vegar eftirlit með smærri og minna mengandi fyrirtækjum, eins og bens ínstöðvum og bílaverkstæðum.

Meira en álver

„Efnislosun stórra jarðhitavirkjana er almennt mikil og getur hún verið í loft, jarðveg, yfirborðsvatn, grunnvatn, sjó og djúpt í jörðu. Brennisteinslosun frá Hellisheiðarvirkjun er td. meiri en losun álvers Alcoa Fjarðaáls mæld í jafngildiseiningum brennisteins,“ segir meðal annars í umsögninni. Þá er bent á að jarðhitavirkjanir valdi miklum sjónrænum áhrifum og þær geti valdið jarðskjálftum sem finnist í byggð. Áhrifa frá Hellisheiðarvirkjun gæti á eftirlitssvæðum sex heilbrigðis eftirlita, sem sé einsdæmi hér á landi. Flókin stjórnsýsla Vegna þess hve víða mengunin mælist aukist flækjustig í stjórnsýslu heil brigðiseftirlits, sem sé staðbundin eftirlitsstofnun í eðli sínu. „Sú staða er t.d. raunveruleg í dag að ein heil brigðisnefnd getur þurft að grípa til aðgerða vegna mengunar sem fer fram á eftirlitssvæði annarrar heil
brigðisnefndar,“ segir í umsögn Umhverfisstofnunar. Í því ljósi megi velta fyrir sér hvort heppilegt sé að stórar jarðhitavirkjanir fái starfsleyfi hjá heilbrigðisnefndum, frekar en Umhverfisstofnun.

Greinin birtist í Reykjavík vikublaði þ. 26. apríl 2014.

Ljósmynd: Hellisheiðavirkjun, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
26. apríl 2014
Tilvitnun:
Reykjavík vikublað „Leggjast gegn 5 ára undanþágu“, Náttúran.is: 26. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/26/leggjast-gegn-5-ara-undanthagu/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: