Félagið Konur í tækni heldur fund í dag og verður fundurinn helgaður sjálfbærni í tilefni Græns apríls. Markmiðið er að gefa gestum innsýn inn í atvinnulífið og að sýna hvernig samfélagsábyrgð getur gefið fyrirtækjum samkeppnisforskot. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í höfuðstöðvum GreenQloud klukkan 17:30 þriðjudaginn 15. apríl.

Á viðburðinu á Facebook segir:

Vissir þú að upplýsingatækniiðnaðurinn er kominn fram úr flugiðnaðinum í útlosun koltvíoxíðs? Þetta er vegna sífellt vaxandi magns gagna á hverju ári sem við erum öll ábyrg fyrir.

Apríl er mánuður Jarðar og sem fyrirtæki sem leggur mikið í að upplýsa markaðinn um mikilvægi umhverfisvænnar upplýsingaætækni viljum við hafa næsta viðburð Kvenna í tækni um sjálfbærni á Íslandi.

Komdu og fáðu að vita meira um íslensk fyrirtæki og stefnu þeirra í málum sjálfbærni og hvernig það að hafa fleiri konur í stjórn fyrirtækja getur haft áhrif á stefnu fyrirtækja í sjálfbærni. Það væri einnig gaman að heyra hvað þú og/eða þitt fyrirtæki eru að gera í tengslum við sjálfbærni almennt en einnig á degi jarðar þann 22. Apríl.

Dagskrá

17:30 Velkomin! – Sushi og spjall
17:45 Halldóra Hreggviðsdóttir – Hvernig geta fyrirtæki notað aðferðir samfélagsábyrgðar til að öðlast samkeppnisforskot?
18:10 Guðný Reimarsdóttir – Tækifæri fyrir konur í stjórnun tæknifyrirtækja og fyrirtækja sem sækja á erlenda markaði.
18:35 Auður Alfa Ólafsdóttir – Hvernig hefur fjöldi kvenna í stjórnunarstöðum í fyrirtækjum áhrif á umhverfisstefnu og stefnu í samfélagsábyrð.
18:45 Umræður og styrking tengslanets

Ljósmynd: Umfeðmingu, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.


Birt:
15. apríl 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Konur í tækni“, Náttúran.is: 15. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/15/konur-i-taekni/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: