Þann 22. apríl er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í heiminum að komast í hámæli og miklar áhyggjur voru uppi um framtíð Jarðar vegna fólksfjölgunar.

En Degi Jarðar óx fiskur um hrygg er grasrótarsamtök með mismunandi umhverfisáherslur sáu mikilvægi þess að sameinast um hátíðahöld á einum degi á ári „Degi Jarðar“.

Þann 22. apríl árið 1990 voru 200 milljónir manna í 141 löndum þátttakendur í hátíðahöldum Dags Jarðar og áherslan á verndun Jarðar með aukinni endurvinnslu, baráttu gegn olíuslysum, verksmiðjumengun, afrennslisvandamálum, eyðingu búsvæða villtra dýra o.s.fr.

Nú 44 árum eftir fyrsta Dag Jarðar stöndum við frammi fyrir vandamálum sem tekur alla jarðarbúa að leysa. Þess vegna hefur Dagur Jarðar aldrei verið mikilvægari en í dag. Sjá nánar um það sem um er að vera í heiminum í dag á Degi Jarðar á hinum opinbera Jarðardagsvef earthday.org.

Dagur Jarðar hefur þó ekki náð að festa sig almennilega í sessi hér á landi. Skýringin er vafalaust sú að við höfum stutta sögu umhverfisverndar og okkar eigin „Dagur umhverfisins“ er þremur dögum seinna og í ofanálag fellur okkar Sumardagurinn fyrsti oft einmitt á þennan dag.


    Tengdir viðburðir

  • Dagur Jarðar

    Staðsetning
    Óstaðsett
    Hefst
    Þriðjudagur 22. apríl 2014 00:00
    Lýkur
    Miðvikudagur 23. apríl 2014 00:00
Birt:
22. apríl 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dagur Jarðar 2014“, Náttúran.is: 22. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/15/dagur-jardar-2014/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. apríl 2014
breytt: 22. apríl 2014

Skilaboð: