Lífræn ræktun matjurta! Frá og með næsta hausti býður Garðyrkjuskóli Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi upp á nám í lífrænni ræktun matjurta. Með þessu vill skólinn koma til móts við sívaxandi áhuga almennings á lífrænt ræktuðum afurðum. Maður spyr sig reyndar hvað veldur því að þessi deild er ekki fyrir löngu komin á námsframboðslista skólans en það er annað mál. Á vef LBHÍ segir svo um námið:

Garðyrkjuskólinn - Garðyrkjuframleiðsla

Þetta nám veitir nemendum staðgóða þekkingu í garðyrkjuframleiðslu við íslenskar aðstæður. Sérfög brautanna hefjast á annarri önn en á þeirri fjórðu skiptist námið upp í þrjár brautir: Garð- og skógarplöntubraut, lífræn ræktun matjurta og ylræktarbraut.

Lífræn ræktun matjurta

Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er lífræn framleiðsla matjurta í gróðurhúsum og utanhúss, sala og ráðgjöf til viðskiptavina. Aðstoð við tilraunir og rannsóknir. Verkstjórar. Garðyrkjustjórar.

Nánari upplýsingar um námið veitir Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir gudrunhelga@lbhi.is.

Ljósmynd: Nýuppteknar gulrætur, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
13. apríl 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífræn matjurtaræktun kennd á LBHÍ frá og með næsta hausti“, Náttúran.is: 13. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/13/lifraen-matjurtaraektun-kennd-lbhi-fra-og-med-naes/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: