Þú þarft ekki bara „niðurbrjótanleg“ þvottaefni, þú þarft „engin“ þvottaefni. Undarboltinn þvær án allra sápuefna! Þetta hljómar of vel til að vera satt en er satt.

Nú höfum við fjölskyldan verið að nota Undraboltann í 3 mánuði. Ég vildi bíða með að fjalla um boltann áður en að persónuleg reynslusaga lægi fyrir. Í raun er þetta ótrúlegt og því er heitið „Undraboltinn“ vel við hæfi. Undraboltanum er hreinlega skutlað inn í þvottavélina ásamt þvottinum og búið.

Undraboltinn þvær án ilmefna, sótthreinsar, varðveitir lit, eykur líftíma fatnaðarins, losar við vonda lykt og endist í 3 ár eða þúsund þvotta.

Náttúran getur tvímælalaust mælt með Undraboltanum.

Sjá Undraboltann ehf. hér á Grænum síðum.

Ljósmynd: Undraboltinn, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
9. apríl 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Undraverður bolti – Sparnaður“, Náttúran.is: 9. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/09/undraverdur-bolti-sparnadur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: