Eins og allir vita eru sebrahestar með svartar og hvítar rendur. En af hverju?  Af hverju eru þeir t.d. ekki fjólubláir og appelsínugulir?

Svarið er einfaldara en sýnist í fyrstu. Þau dýr sem aðallega veiða sebrahesta eru ljón. Sebrahestar eru meira að segja uppáhaldsfæða ljónanna. En eins og öll kattardýr sjá ljónin heiminn í svörtu og hvítu. Þannig eru sebrahestarnir alveg sérstaklega að fela sig fyrir ljónunum með því að vera svart og hvít röndóttir. Ljónin horfa á sebrahestana í svart hvítu í háu grasinu á gresjum Afríku og sjá bara alls ekki neitt.

Svona eru ástæður fyrir öllum hlutum. Og úr því að ég er að tala um feluliti, þá ætla ég bara að minnast á að ef þið farið til Costa Rica eða inn í Amason regnskóginn sjálfan og sjáið skrautlegan frosk, þá skuluð þið alls ekki kyssa hann. Skær litur á froskum er merki um að þeir séu baneitraðir og þeir breytast ekki í prinsessur þótt þið reynið. Það er því betra að virða þá bara fyrir sér úr hæfilegri fjarlægð.

Góðar stundir.

Ljósmynd: Zebra hestar, af Wikipedia.

Birt:
6. apríl 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Af hverju eru sebrahestar svartir og hvítir?“, Náttúran.is: 6. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/06/af-hverju-eru-sebrahestar-svartir-og-hvitir/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: