Krúttfréttir um loftslagsbreytingar
Niðurstöður skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPPC) sem birt var í Yokohama í Japan í dag leiða í ljós að áhrif hlýnunar jarðar sé geigvænleg og birtast þau í ýmsum myndum nú þegar s.s. með ofurstormum og flóðum, bráðnun jökla, þurrkum, vatnsskorti og skógareldum, ógnun búsvæða manna og dýra og breytingum á lífríkinu. Allar þessar breytingar hafa aftur áhrif á lífsviðurværi milljóna manna og dýra um allan heim, bæði hvað varðar búsvæði og möguelikann til að afla sér fæðis, að ógleymdu hruni hagkerfa um allan heim.
Mannfólkið stendur frammi fyrir ógn sem fjallað er um á stytttir tíma í fjölmiðlum en miðlungsfótboltaleik eða vinnuskilyrði þjálfara í 3. deild. Næstum eins og um einhverja krúttfrétt væri að ræða. Hver ástæðan fyrir þessum sofandahætti fjölmiðla og afneitun ríkisvalds flestra landa er hef ég ekki skýringu á en sennilegt má teljast að það sé rannsóknarefni fyrir her sálfræðinga að finna út úr því hvað veldur þessum ofurlitla áhuga á að hamla frekari loftslagsbreytingum. Kostnaðurinn við hamlandi aðgerðir nú er auglóslega aðeins brotabrot af því sem að hann mun verða þegar fram líða stundir.
Sjá nánar um niðurstöður lofslagsnefndarinnar í frétt á bbc.com.
Sjá umjföllun í 7 fréttum RÚV í kvöld.
Grafík: Climate change impact around the world, bbc.com
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Krúttfréttir um loftslagsbreytingar“, Náttúran.is: 31. mars 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/01/kruttfrettir-um-loftslagsbreytingar/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 1. apríl 2014