Náttúran hefur frá upphafi starfrækt Náttúrumarkað, vefverslun með hugsjón en eitt af meginmarkmiðum Náttúrunnar er að veita neytendum samræmdar upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur á óháðu markaðstorgi, þannig að þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á samanburði óvéfengjanlegra upplýsinga um vottanir, uppruna og tilurð vörunnar, hreinleika, samsetningu og förgun innihalds og umbúða.

Hér á nýjum vef Náttúrunnar munum við einnig vera með vefverslun, með örlítið breyttu sniði þó. Unnið er að gerð nýs Náttúrumarkaðar en þangað til má nýta greinarnar um hverja deild sem leiðbeiningar fyrir daglegar innkaupaákvarðanir heimilisins.

Tákn fyrir Náttúrumarkað Náttúrunnar: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Natturan.is

Birt:
28. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrumarkaður Náttúrunnar“, Náttúran.is: 28. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/28/natturumarkadurinn/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. mars 2014
breytt: 9. maí 2014

Skilaboð: