Vistmennt

Vistmennt er fjölþjóðlegs samstarfsverkefnis í umsjá Arkitektafélags Íslands og kemur samnefnd ritröð „Vistmenn“ út á HönnunarMars. Hún fjallar um sjálfbærni í byggðu umhverfi og byggir á námsefni sem á að nýtast öllum sem starfa við mannvirkjagerð og/eða eru í námi á hinum ýmsu námsstigum. Ritröðin er styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins.

  • Vala á vistvænni byggingarefnum
  • Veðurfar og byggt umhveri
  • Dagsbirta sem vistvænn birtugjafi

Ritröðin verður gefin út á sýningunni Vaxtarbroddar í Ráðhúsi Reykjavíkur (sjá hér að neðan).

Vaxtarbroddar

Arkitektafélag Íslands heldur sýningu á útskriftarverkum nýrrar kynslóðar arkitekta á HönnunarMars. Íslensk byggingarlist hefur þá sérstöðu að arkitektar hafa allir sótt meistaranám erlendis og færa okkur því strauma og stefnur víðsvegar að. Verið velkomin að skyggnast inn í hugarheim næstu kynslóðar íslenskra arkitekta og landslagsarkitekta í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Opnun fimmtudaginn 27. mars kl. 19:00.


Birt:
26. mars 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vistmennt og Vaxtarbroddar - Hönnunarmars“, Náttúran.is: 26. mars 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/26/vistmenn-og-vaxtarbroddar-honnunarmars/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: