Nýlega hóf Ríkissjónvarpið útsendingar á matreiðsluþættiinum Eldað með Ebbu.

Ebba Guðný Guðmundsóttir er tvegga barna móðir, grunnskólakennari, þáttagerðarkona, bókaútgefandi og sjálflærð í næringarfræðunum, sem hefur haldið hollri matargerð að landanum á undanförunum árum.

Ebba gaf út bókina „Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?“ fyrir nokkrum árum en bókin kom einnig út á ensku undir titlinum What should I feed my baby?. Ebba hefur í kjölfarið haldið fjölda vinsælla námskeiða um hvernig á að útbúa einfaldan og næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Ebba heldur einnig úti vef á ensku pureebba.com með matarráðum og uppskriftum sínum.

Ebba hefur einnig gefið út skemmtilegt app PureEbba Recipies sem fáanlegt er í AppStore.

Eldað með Eddu, sem og bók, vefur og app hennar eru einstaklega skemmtilega fram sett, uppskriftirnar þaulhugsaðar en þó með temmilegu mannlegu kæruleysi á stundum. Ebba leggur áherslu á hollustu og mælir með ferskum og lífrænum innihaldsefnum þegar kostur er á slíku. Ebbu mun án efa takast að læða góðum hugmyndum að íhaldsömustu heimakokkum landsins og er það vel.

Takk fyrir góðan þátt Ebba!

Mynd: Skjáskot af PureEbba Recipies appinu.

Birt:
24. mars 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vel eldað með Ebbu“, Náttúran.is: 24. mars 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/24/eldad-med-ebbu/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: