Hegri í Varmá

Þessi hegri gerði sig heimakominn í Varmánni rétt fyrir ofan Heilstustofnun NLFÍ um daginn. Þarna er eitthvað af silung og skordýrum enda áin volg eins og nafnið bendir til. Hegrinn hefur ekki sést á þessum stað síðan. Kannski orðið undir veðrinu sem gekk yfir, hrakinn burt af heimafuglum eða fundið betri stað. 

Engu að síður er gaman að sjá sjaldséða gesti og á þessum stað hefur stundum staldrað við skarfur. Nokkur friður hefur verið fyrir mávum eftir að þeir fluttu í Kolgrafarfjörðinn en þeir skila sér þegar þar verður ekkert meira að fá.

Birt:
23. mars 2014
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Hegri í Varmá“, Náttúran.is: 23. mars 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/23/hegri-i-varma/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: