Edengarðar Íslands
Góður rómur var gerður að fyrirlestri Pálma Einarsson iðnhönnuðar, sem hann hélt á Lífrænum degi í Ráðhúsi Reykjavíkur 2013. Hann kynnti þar framtíðarsýn sem gengur undir heitinu Edengarðar Íslands. Hugmyndir hans hafa þróast í að verða eftirtektarvert verkefni sem hefur nú ratað í fjölmiðla.
Hugmyndir hans um uppbyggingu samfélags og sjálfbæra framleiðslu lífsnauðsynja fellur vel að hugmyndafræði vistræktar.
Markmið Edengarða Íslands er að koma á fót matvæla- og iðnaðarframleiðslu í sátt og samlyndi við náttúruna, stofna samfélagsbanka til að fjármagna það, notast við beint lýðræði, hlúa að öldruðum og öryrkjum, fjármagna og þróa nýja orkugjafa og mennta alla í sjálfbærni.
Verkefnið felur í sér að nota ódýra orku okkar til að framleiða mat og þróa sjálfbæran iðnað úr iðnaðarhampi.
Í þættinum Sjónmál á Rás 1 í dag útskýrði Pálmi m.a. notkunina á iðnaðarhamp. Viðtalið má nálgast með því að smella hér: Hampur er það heillin!
Föstudaginn 28. mars kl. 13:00 og 15:00 á mun Pálmi halda fyrirlestur á Grand Hóteli í tilefni HönnunarMars og kynna hugmyndina og verkefni Edengarða Íslands.
Sjá Edengarða Íslands hér á Grænum síðum.
Sjá einnig grein af bloggsíðu Pálma sem birtist hér á vefnum þ. 3. apríl 2013
-
Edengarðar Íslands - fyrirlestur
- Staðsetning
- Grand Hótel - Sigtún 38
- Hefst
- Föstudagur 28. mars 2014 13:00
- Lýkur
- Föstudagur 28. mars 2014 14:45
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Edengarðar Íslands“, Náttúran.is: 19. mars 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/19/edengardar-islands/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. mars 2014