Raddir vistræktar
Veraldarvefurinn er uppfullur af góðum upplýsingum um vistrækt. Um auðugan garð er þar að gresja og munum við reyna að deila með lesendum vel völdu úrvali af fróðleik.
Dagana 13. – 16. mars fer fram stærðarinnar ráðstefna um vistrækt í Kaliforníu.
Yfir 40 vistræktendur eru þar með yfir 60 fyrirlestra og vinnustofur af ýmsu tagi. Meðal nafntogaðra framsögumanna er Geoff Lawton, Michael Pollan, Dr. Elaine Ingham, Allan Savory og Joel Salatin.
Þó fæst okkar sjáum okkur fært að mæta á ráðstefnuna þar syðra er hægt að benda á metnaðarfulla útvarpsþætti (podcast) sem nálgast má á heimasíðu hennar. Þar er hægt að nálgast handhægar upplýsingar um hin ýmsu málefni vistræktar, s.s. um vistrækt í köldu loftslagi, um notkun mynstra, svepparækt, um úthverfaræktun og uppbyggingu jarðvegs svo eitthvað sé nefnt.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Raddir vistræktar“, Náttúran.is: 6. mars 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/06/raddir-vistraektar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. mars 2014