Hönnunarnámskeið í vistrækt í sumar
Hönnunarnámskeið í vistrækt verður haldið í Alviðru við Sog dagana 14. júní til 23. Júní nk.
Kennarar eru norðmaðurinn Jan Bang sem er með kennsluréttindi frá Nordic Permaculture Association og Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor við Jarðvísindastofnun HÍ og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun.
Tilgangur námskeiðsins er að:
Mennta hóp vistræktarhönnuða (Permaculture Design) til að gera þeim sem námskeiðið sækja fært að miðla kunnáttu, kenna öðrum og tileinka sér vistrækt.
Á námskeiðinu vinna nemendur verkefni tengdu vistrækt.
Í lok námskeiðsins fá nemendur PDC skírteini. Skírteinið gefur réttindi til að halda styttri námskeið í afmörkuðum efnum innan vistræktar og hanna undir formerkjum vistræktar. Til að fá skírteini þurfa nemendur að vera viðstaddir 75% af námskeiðinu og kynna eigið verkefni fyrir öðrum þátttakendum.
Hvað er vistmenningarhönnun / vistræktarhönnun
Hugmyndafræði vistræktarhönnunar er að styðja við heilbrigði jarðar.
Hefur siðferði að leiðarljósi og er aðferð sem miðar að hlúa að mönnum dýrum og plöntum.
Um námskeiðið
Námskeiðið er 72 klst. Í boði er gisting á staðnum og þátttakaendur og kennarar taka þátt í að elda mat og tiltekt. Í boði er þátttaka í daglegri íhugun og jóga.
Laugardagur 14. júní
- Kynning á vistrækt
- Meginreglur og náttúrleg munstur
- Heimspekileg vistfærði (deep ecology) og siðfræði.
- Auðlindir
Sunnudagur 15. júní
- Hvernig má nýta vistkerfi
- Hringrásir í náttúrunni
- Hönnunaræfingar, sköpunarferli og hópefli.
- Verklegar æfingar í hönnun, hönnunarferlið skref fyrir skref
- Kort, lestur landslagins. Jarðfræði, plöntu- og dýralíf
- Félagslegt skipulag
- Ákvarðanataka og samstarfsþjálfum
- Greining vistspors
- Átakalausn, samskipi án ofbeldis
Mánudagur 16. júní
- Umskipta þorp (Transition towns)
- Vistþorp (Ecovillages)
- Heimsnet vistþorpa (Global Ecovillage Network)
- Hagfræði, fjármunir, auðlindir og peningakerfi
- Vísar sjálfbærrar hagvelferð
- Nýir valkostir í hagfræði
- Grenndarviðskiptarkerfi (local exchange trading systems – LETS)
Þriðjudagur 17. Júní
Frír dagur fyrir þá sem vilja fara heim; þeir sem vilja vera áfram geta skipulagt daginn saman, unnið í verkefninu sínu eða tekið það rólega.
Miðvikudagur 18. júní
- Hönnun húsa og byggingatækni
- Hönnunartæki, staðsetning og afmörkun, nýting efna
- Vatns- og orkunýting. Félagslegir og andlegir þættir.
- Heilbrigð hús og garðar í þéttbýli
- Verkleg smíði
- Manir og mótun landslags
- Skjólveggir
- Heybögglahús
Fimmtudagur 19. júní
- Uppbygging og hegðun jarðvegs, garðyrkja með þekjandi efnum, jarðgerð
- Lífkrafts- (Dynamic), lífrænn- og efnabúskapur
- Samfélagsframleiðsla matvæla
- Garðhönnun og tímaáætlun
- Samfélagsstuddur landbúnaður
- Verkleg garðyrkja
Föstudagur 20. júní
- Vatn í landslaginu
- Vatn og fráveita
- Vatnasvið og vatnsframboð Meðhöndlun fráveituvatns/skólps
- Lífræn fráveitukerfi
- Lifandi vélar( Living Machines) og flæðis kerfi (Flow Forms)
Laugardagur 21.júní
- Sjálfbær landssvæði (Bioregions) og flutningar.
- Orkugjafar og óhefðbundin tækni
- Fallvötn, vindorka og sólarorka
- Orka úr náttúruafurðum og óhefðbundnir orkugjafar
Sunnudagur 22.júní
- Lokavinna hönnunarverkefna
- Nemendur kynna verkefnin sín Afhending PDC prófskírteina
- Kvöldfagnaður
Mánudagur 23. júní
- Framtíðarsýn og skuldbindingar
- Námskeiðsmat
Námskeiðið fer fram á ensku
Verð 120.000 – innifalið námsgöng og fæði.
Svefnpokapláss, Alviðru kr 2500 sólarhringurinn
Innritun og frekari upplýsingar gefa:
Auður I Ottesen, audur@rit.is. Mörður G.Ott., moli@greenmail.net, Kristín Vala Ragnarsdóttir, vala@hi.is, Arna Mathiesen, arna@aprilarkitekter.no.
Sumarhúsið og garðurinn: sími 578 4800. Mörður G.Ott. sími 770 0066
Sjá Facebooksíðu námskeiðsins.
Ljósmyndir: Spira Svendsen.
-
Hönnunarnámskeið í vistrækt
- Staðsetning
- Alviðra
- Hefst
- Laugardagur 14. júní 2014 09:00
- Lýkur
- Laugardagur 14. júní 2014 17:00
- Endurtekning
- Daglega
- Tímabil
- Laugardagur 14. júní 2014 09:00
- Mánudagur 23. júní 2014 17:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Auður Ottesen „Hönnunarnámskeið í vistrækt í sumar “, Náttúran.is: 2. mars 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/03/honnunarnamskeid-i-vistraekt-i-sumar/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. mars 2014
breytt: 22. mars 2014