Baráttutónn sleginn á aðalfundi Landverndar
Á aðalfundi Landverndar sem haldinn var í dag Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður félagsins nýjan tón og afgerandi í lok inngangsræðu sinnar:
„Ég held að það sé kominn tími til að sprengja stíflur staðnaðs hugarfars og hyggja að nýjum lausnum þar sem sjálfbærni og virðing fyrir náttúrunni eru í öndvegi.“
Guðmundur Hörður Guðmundsson var endurkjörinn formaður Landverndar.
Kosið var til stjórnar Landverndar. Frambjóðendur voru þau Sigurður Eyberg Jóhannesson og Guðmundur Björnsson sem buðu sig nýjir fram til stjórnarsetu. Til áframhaldandi stjórnarsetu buðu sig fram þau Anna G. Sverrisdóttir, Einar Bergmundur Arnbjörnsson og Helena Óladóttir. Guðmundur Björnsson náði kjöri og kemur því ný inn í stjórn. Helga Ögmundardóttir lætur af störfum en hún er á leið til rannsóknarstarfa erlendis.
Stjórn Landverndar skipa nú: Anna G. Sverrisdóttir, Einar Bergmundur Arnbjörnsson, Helena Óladóttir, Guðmundur Björnsson, Hrefna Sigurjónsdóttir, Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Haukur Agnarsson, Jón S. Ólafsson og Jóna Fanney Friðriksdóttir.
Árni Einarsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar við Mývatn flutti erindi um Mývatn, sérstöðu þess, umhverfislegar hættur og niðurstöður rannsókna. Niðurstöður vöktunar ÍSOR sýna há gildi arsens og áls, í affalli Kröflu og Bjarnaflags en mikil þynning á leið til Mývatns, Undir umhverfismörkum í lindum en ál fer hækandi. Vöktun hefur staðið í 0 ár eftir að umhverfismat fór fram Þörf er fyrir spá sem byggist á vöktuninni og framtíðaráformum.
Landsvirkjun segir búið að ákveða niðurdælingu affallsvatns. En:
- hvernig hefur hún gengið í Kröflu?
- eða við Hellisheiðarvikrkjun?
- hefur mengun grunnvatns minnkað eftir að niðurdæling hófst í Kröflu?
Þetta er allt óklárt!
Kísill er aðal málið. Aðburður hans í Mývatn fer eftir hita og rennsli. Þrjár stórar holur hafa verið boraðar eftir umhverfismatið. Hvað segja þær okkur um kerfið sem við vissum ekki áður? Kólnar það? Er það vitað?
Það sem gera þarf:
- spá um loftmengun (HS) í byggð
- meta áhrif virkjunar á hitastig í uppsprettum Mývatns
- meta áhrif virkjunar á kísil í uppsprettum Mývatns
- meta áhrif virkjunar á rennsli í uppsprettum Mývatns
- meta líkur á að niðurdæing heppnist ekki, væri ráðlegt að gera sp´a umefnamengun i uppsperettum mMývatn
- spá um hvar borholur munu liggja, ofanjarðar og neðan
Arngrímur Geirsson, bóndi, sprengjumaður og fyrrv. kennari í Mývatnssveit sagði á persónulega hátt frá aðstæðum er íbúar tóku málin í sínar hendur og sprengdu Laxárvirkjun.
Ljósmynd: Arngrímur Geirsson flytur mál sitt á fundinum. Mynd: Einar Bergmundur Arnbjörnsson.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Baráttutónn sleginn á aðalfundi Landverndar“, Náttúran.is: 13. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/13/barattutonn-sleginn-adalfundi-landverndar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.