Grænn apríl 2013
Í hitteðfyrra var í fyrsta sinn efnt til Græns apríls en aðalsprautan í því verkefni er Guðrún Bergmann. Maríanna Friðjónsdóttir var henni til halds og trausts fyrstu tvö árin en í ár fyllir Ingibjörg Gréta Gísladóttir hennar skarð. Verkefnið fór vel af stað og hvatti fjölda fyrirtækja til góðra verka.
Markmið Græns apríls rímar vel við markmið Náttúran.is* sem er að auka umhverfisvitund almennings og hvetja framleiðendur og seljendur á vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn að vekja athygli á henni í aprílmánuði, svo hinn almenni neytandi læri að þekkja hana og geti í framtíðinni valið þá vöru og þjónustu umfram annað.
Grænn apríl stendur í ár fyrir eftirfarandi viðburðum:
- 20. apríl - Einn svartur ruslapoki – hreinsunarátak , þar sem fólk er hvatt til að taka sér í hönd einn svartan ruslapoka og hreinsa nærumhverfi sitt – bara af því það vill að það líti betur út.
- 21. apríl kl. 15:00 - Dagur Jarðar – viðburður í Háskólabíói . Meginþema dagsins á alþjóðavísu er „Birting loftslagsbreytinga“ fjöldi fyrirlesara og fræðimenn úr Háskóla Íslands og víðar að flytja stutt og hnitmiðuð erindi um það hvernig „birting loftslagsbreytinga“ er á Íslandi og í nágrenni þess. Í bland við fyrirlestrana verður tónlist, flutt af íslensku og samísku/norsku tónlistarfólki. Í anddyrinu verða kynningar nokkurra „grænna“ fyrirtækja og Trjálfarnir verða væntanlega líka þar á kreiki.
- Apríl skógar 2013 – er söfnunarátak fyrir skógrækt sem Grænn apríl stendur fyrir. Annars vegar er stefnt að því að safna fé til að styrkja Austurlandsskóga í að grisja lerkiskóginn sinn, svo hann geti vaxið sem best. Hins vegar er stefnt að því að safna fé til að planta trjám í væntanlega Aprílskóga á landsvæði í landi Fitja í Skorradal, en trjágróður dregur mjög úr gróðurhúsalofttegundum.
Birt:
2. apríl 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænn apríl 2013“, Náttúran.is: 2. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/02/graenn-april-2013/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. apríl 2013