Okkar græna skref
Justina Lizikevičiūtė umhverfisleiðtogi hjá sjálfboðaliðasamtökum SEEDS og félagar hennar hrundu af stað skemmtilegu ljósmyndaverkefni á Grænum dögum í Háskóla Íslands á dögunum. Þau báðu nemendur og aðra að setja fram skilaboð „My green step“ eða „Mitt græna skref“ og skrifa þau á töflu.
Þar sem að Justina og félagar hennar komu síðan í kynningu og hugmyndavinnu hér hjá okkur á Náttúran.is vorum við einnig beðin um að segja frá okkar græna skrefi. Nafn fyrirtækisins á ensku er Nature.is Ltd. (Nature.is limited) völdum við því að nefna það sem okkar græna skref enda er vefurinn og tengd verkefni okkar stóra græna skref í lífinu.
Sjá fleiri myndir Justinu á FB síðu SEEDS.
Ljósmynd: Guðrún A. Tryggvadóttir og Einar Bergmundur, Justina Lizikevičiūtė
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Okkar græna skref“, Náttúran.is: 2. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/02/okkar-graena-skref/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.