Fræðslu- og heimildamyndin Krýsuvík - Náttúrufórnir í fólkvangi eftir Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndara er nú aðgengileg á YouTube . Smelltu hér til að skoða myndina

Í myndinni er fjallað um náttúru og sögu Krýsuvíkur og annarra svæða innan Reykjanesfólkvangs sem til stendur að taka undir virkjanir samkvæmt rammaáætlun. Sagt er frá merkilegri jarðfræði svæðisins og reynt að varpa ljósi á þau áhrif sem fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir munu hafa á verndargildi þess.

Myndin var frumsýnd fyrir troðfullu húsi í Norræna húsinu á afmælisdegi Ellerts Grétarssonar, fimmtudaginn 10. janúar sl.

Um höfundinn:
Ellert Grétarsson hefur getið sér gott orð sem náttúru- og landslagsljósmyndari og unnið til alþjóðlegra verðlauna á því sviði. Náttúruperlur Reykjanesskagans hafa átt hug og hjarta hans lengi og á undanförnum árum hefur hann ljósmyndað þær í ótal gönguferðum sínum um skagann. Myndirnar hafa birst víða og opnað augu fólks fyrir þeim verðmætum sem felast í ósnortinni náttúru. Ellert hefur unnið ötullega að náttúruverndarmálum á Reykjanesskaga og er einn af stofnendum Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands.

Birt:
1. apríl 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Krýsuvík - Náttúrufórnir í fólkvangi á YouTube“, Náttúran.is: 1. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/01/krysuvik-natturufornir-i-folkvangi-youtube/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: