Ungir umhverfissinnar efna til kynningarfundar
Ungir umhverfissinnar eru nýstofnuð samtök sem hvetja til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjast fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi.
Kynningarfundur samtakanna verður haldinn í Hinu húsinu fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00. Allir áhugasamir á aldrinum 15-30 ára eru hvattir til að mæta.
Um félagið:
Félagið Ungir umhverfissinnar er félag fyrir alla á aldrinum 15-30 ára sem vilja láta til sín taka í umhverfismálum. Félagið stendur fyrir opnum fundum, málefnavinnu, beinum aðgerðum, jafningjafræðslu og þrýstingi á stjórnvöld.
Skráning í félagið og fyrirspurnir má senda á umhverfissinnar@gmail.com
Stjórn félagsins skipa:
Formaður: Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðinemi
Ritari: Arnór Bjarki Svarfdal, líffræðinemi
Gjaldkeri: Jónína Herdís Ólafsdóttir, líffræðinemi
Meðstjórnandi: Jóhann Garðar Þorbjörnsson, líffræðinemi
Meðstjórnandi: Kjartan Guðmundsson, umhverfis- og auðlindafræðinemi
Varamaður: Arnór Bragi Elvarsson, umhverfis- og byggingarverkfræðinemi
Varamaður: Garðar Þór Þorkelsson, bókmenntafræðinemi.
Skjöl um stefnu og félagsstarfsemi:
https://docs.google.com/folder/d/0B9LvobA5EVpxSld5VWVSbnV4aEk/edit?usp=sharing
Fræðsluefni um umhverfismál: https://docs.google.com/folder/d/0B9LvobA5EVpxdWxXZktIcklESG8/edit?usp=sharing
Fundargerðir stjórnar: https://docs.google.com/folder/d/0B9LvobA5EVpxaWY3N0pZdTBjWE0/edit?usp=sharing
Ljósmynd: Stjórn UU.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ungir umhverfissinnar efna til kynningarfundar“, Náttúran.is: 31. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/30/ungir-umhverfissinnar-efna-til-kynningarfundar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. mars 2013
breytt: 31. mars 2013