Rafmagnshjól í sókn
Nýlega opnaði í Skipholtinu verslunin Rafmagnshjól ehf. en hún selur fjórar gerðir rafmagnshjóla frá af gerðinni QWIC Trend en þau hafa hlotið nokkur fyrstu verðlaun í óháðum hjólaprófunum í Hollandi á undanförnum árum . Hjólin uppfylla alla ströngustu Evrópustaðla. Að sögn Ragnars Kristins Kristjánssonar eiganda verslunarinnar verður von á enn fleiri tegundum með vorinu.
Hjálparmótor í framhjóli er 250 W og 36 V. Hann vinnur aðeins þegar hjólið er stigið og hjálpar því mikið í brekkum og í lengri ferðum. Aðstoð frá hjálpamótor ákvarðast af 6 þrepa hraðastilli sem þú stjórnar sjálf/ur. Við 25 km hraða hættir hjálpamótorinn að toga með. Hjálpamótor má ekki vera sterkari en 250 W og aðstoða að hámarki upp að 25 km.
Ragnar bendir á að samkvæmt útreikningi FÍB í janúar 2013, þá sé rekstrarkostnaður bifreiðar að verðmæti 2.800.000 kr. (15.000 km á ári) 1.206.600 kr. Ef hægt er að komast af með einn bíl á heimili, eða jafnvel spleppa bílnum alveg, og vera t.d. á rafmagnshjóli þá er það verulegur sparnaður fyrir heimilið og betra fyrir umhverfið. Ef lengra er litið - líka stórsparnaður fyrir þjóðfélagið og heilbrigðiskerfið.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rafmagnshjól í sókn“, Náttúran.is: 28. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/28/rafmagnshjol-i-sokn/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. mars 2013