Ný náttúruverndarlög samþykkt á Alþingi
Alþingi samþykkti í gær frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga með þeirri breytingu að gildistími þeirra verði frá 1. apríl 2014. Breytingartillaga þess efnis var samþykkt með 46 atkvæðum gegn 1. Frumvarpið var samþykkt í heild með 28 atkvæðum en 17 sátu hjá.
Í atkvæðaskýringu sagði Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, að málið væri stórt og að með því væri staða náttúrunnar á Íslandi styrkt til muna.
Ljósmynd: Fjarðargljúfur, ©Árni Tryggvason.
Birt:
28. mars 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ný náttúruverndarlög samþykkt á Alþingi“, Náttúran.is: 28. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/28/ny-natturuverndarlog-samthykkt-althingi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.