Óvissustig almannavarna vegna Heklu
Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli lýstu í dag þ. 26. mars 2013 yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu.
Veðurstofa Íslands hefur upplýst almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um óvenjulegar jarðhræringar í Heklu. Jafnframt hefur Veðurstofan hækkað eftirlitsstig Heklu í gult vegna flugumferða, sem þýðir að eldfjallið sýni óvenjulega virkni.
Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf. Óvissustigi er lýst yfir til þess að upplýsa viðeigandi viðbragðsaðila og er ákveðið ferli í skipulagi almannavarna og það lægsta af þrem.
Í ljósi þessa vilja ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli vara við ferðum fólks á Heklu á meðan óvissustig er í gildi.
Ljósmynd: Göngufólk á Heklu (nú er fólki ráðlagt að fara „ekki“ í gönguferð á Heklu). ©Árni Tryggvason.
Vefmyndavél í átt að Heklu livefromiceland.is/webcams/hekla/
Birt:
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Óvissustig almannavarna vegna Heklu“, Náttúran.is: 26. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/26/ovissustig-almannavarna-vegna-heklu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.