Marorka hlýtur umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs
Marorka hlaut í umhverfisverðlaun Norðarlandaráðs í dag en fyrirtækið var eitt af 37 einstaklingum og fyrirtækjum sem tilnefnd voru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár.
Þetta er í fjórtánda sinn sem norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunin eru veitt. Verðlaunafé nemur 350.000 dönskum krónum. Þema umhverfisverðlaunanna í fyrra var sjálfbært borgarumhverfi og komu verðlaunin þá í hlut danska sveitarfélagsins Albertslund.
Náttúru- og umhverfisverðlaunin eru ein af fjórum verðlaunum sem Norðurlandaráð veitir. Hin eru fyrir fagurbókmenntir, kvikmyndir og tónlist.
Birt:
8. október 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Marorka hlýtur umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs“, Náttúran.is: 8. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/08/marorka-hlytur-umhverfisverolaun-norourlandaraos/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. febrúar 2015