Iðnaður er mikilvægur hluti af atvinnulífi hverrar þjóðar. Hann hefur þó margvísleg áhrif á umhverfi og náttúru sem ekki eru öll af hinu góða. Stór iðnfyrirtæki losa t.d. mikið af gróðurhúsalofttegundum* út í andrúmsloftið þótt gerðar séu strangar kröfur til mengunarvarna í starfsleyfum.

Umhverfisstjórnun er því mikilvægur þáttur í allri slíkri starfsemi. Gerðar eru kröfur um „grænt bókhald“ hjá slíkum fyrirtækjum auk þess sem mörg þeirra setja sjálfum sér skýr umhverfismarkmið og vinna samkvæmt ítrustu varfærni í umgengni við náttúruna í starfsemi sinni.

Þetta er þó ekki nándar nærri nógu útbreyddur metnaður. Umhverfisstjórnunarstaðallinn ISO 14001 er t.a.m. á fáum stöðum í heiminum eins lítið notaður og hér á landi. 

Merkja má hve umhverfismeðvituð fyrirtæki eru með því að skoða hvort þau hafi umhverfisvottun, hafi umhverfisstefnu sína aðgengilega og helst á forsíðu heimasíðu sinnar og hvort að fyrirtækið hafi verið verðlaunað af opinberum aðilum fyrir umhverfisstarf sitt. 

*Árið 2011 var losun gróðurshúsalofttegunda á Íslandi  4,5 milljónir tonna CO2-ígilda. Losun á hvern íbúa á Íslandi árið 2011 var 13,8 tonn, en meðaltal ríkjanna á EES-svæðinu var 10,5 tonn. Losun gróðurhúsalofttegunda er ein helsta ástæða hlýnunan andrúmsloftsins.

Sjá stofnanir og fyrirtæki sem uppfylla kröfur ISO 14001.

Upplýsingar um öll þessi atriði er að finna á Grænum síðum og á Græna kortinu á Náttúran.is.

Birt:
24. mars 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Iðnaður“, Náttúran.is: 24. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/inaurinn/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 12. júní 2014

Skilaboð: