Þau dýr sem algengust eru á bæjum og býlum kallast húsdýr. Það eru kýr, hestar, kindur, geitur, svín, hænur og fleiri tegundir dýra svo sem eins og gæsir og kanínur. Öll þessi dýr eiga það sameiginlegt að þau eru á býlinu af ákveðinni ástæðu. Hún er sú að maðurinn getur nýtt sér dýrin á einhvern hátt s.s. til átu, reiða, mjólkur-, kjöts- eða eggjaframleiðslu. Miklar framfarir á sviði kynbóta hafa átt sér stað á undanförnum árum og þykja þær orðnar sjálfsagður hlutur.

Það þarf mikið magn vatns, heys, korns og ekki síst lands til að framleiða hvert kíló af kjöti. Að borða minna kjöt er því eitt það besta sem við getum gert fyrir umhverfið.

Lífrænn landbúnaður er sú tegund landbúnaðar sem byggir á skiptiræktun, moltugerð, lífrænum áburði, lífrænu skordýraeitri og mekanískri ræktun til að viðhalda gæðum jarðvegsins og til að hafa stjórn á skordýrum/skordýraplágum. Notkun tilbúins áburðar er haldið í algjöru lágmarki, og erfðabreytt afbrigði eru ekki notuð svo eitthvað sé nefnt. Um 32,2 milljónir hektara á jörðunni eru núna ræktaðar á lífrænan hátt.

Þannig viðheldur lífræni landbúnaðurinn gæðum jarðvegsins, og skapar lífsskilyrði fyrir bæði vistkerfi og manneskjur. Lífrænn landbúnaður byggir á líffræðilegri fjölbreytni, vistvænum ferlum, hringrásum efna í náttúrunni og tekur tillit til þeirra sérstöku aðstæðna sem eru á hverjum stað fyrir sig. Lífrænn landbúnaður sameinar nýsköpun og vísindi til að bæði umhverfið og mannkynið njóti góðs af og skapar forsendur til að allir fái þau lífsgæði sem þeir þurfa.

Vistvænn búskapur kallast gæðastýrður hefðbundinn búskapur og er gæðaeftirlit, vottun og vörumerki þá á höndum búnaðarsambanda.

Lífræn ræktun byggist á því að ekki eru notuð lyf og varnarefni í jarðveginn og einungis er notaður lífrænn áburður. Umhverfisáhrif slíkrar framleiðslu eru mun jákvæðari en við hefðbundna ræktun. 

Þú sérð alla aðila með lífræna vottun undir „Sjálfbær lífsstíll / Grænt hagkerfi / Vottað lífrænt“ á Græna kortinu á Náttúran.is. Einnig ýmsa flokka um bæði villt dýr og húsdýr.

Sjá Græna kortið.

Birt:
23. mars 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Húsdýr“, Náttúran.is: 23. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/husdyr/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 13. júní 2014

Skilaboð: