Ergo fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka veitir tvo styrki að fjárhæð 500.000 kr. hvorn til að styrkja frumkvöðlaverkefni á sviði umferðar- og umhverfismála. Þannig vill Ergo leggja sitt af mörkum við þróun framtíðarlausna til sjálfbærrar nýtingar og verndunar náttúrunnar.

Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkina til ergo.is. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt greinargerð fyrir því til hvers nýta skal styrkinn. Umsóknarfrestur er til 10. apríl en styrkjum verður úthlutað á degi jarðar 22. apríl.

Markmiðið með styrkjunum er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á sviði umferðar- og umhverfismála.

Fylla út umsókn á ergo.is.

Ljósmynd: Berti, einkenniskanína Ergo.

Birt:
22. mars 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ergo veitir frumkvöðlum umhverfisstyrki“, Náttúran.is: 22. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/22/ergo-veitir-frumkvodlum-umhverfisstyrki/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: