Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var dagana 13. og 14. mars sl. kemur fram að umhverfismálin virðast vera ofar í huga yngra fólksins en kjósenda almennt. Um 84,8 prósent þeirra telja mjög eða frekar mikilvægt að ganga harðar fram í að vernda umhverfið, en 72,6 prósent kjósenda allra deila þeirri skoðun.

Könnunin var tvískipt. Annars vegar var hringt í 1.295 manns á kosningaaldri þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Hins vegar var hringt í 792 manns sem nú mega kjósa í fyrsta skipti þar til náðist í 500 samkvæmt lagskiptu úrtaki.

Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Svarhlutfallið var misjafnt eftir spurningum og hópum, en var á bilinu 51,2 til 95,4 prósent.

Ljósmynd: Seljalandsfoss, ©Árni Tryggvason.

Birt:
20. mars 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Brjánn „Um 84,8% yngri kjósenda vilja ganga harðar fram til að vernda umhverfið“, Náttúran.is: 20. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/20/um-848-yngri-kjosenda-vilja-ganga-hardar-fram-til-/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: