Grænir dagar í Háskóla Íslands
Sjötta árið í röð stendur Gaia félag meisaranema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands fyrir Grænum dögum.
Allir fyrirlestrar og aðrir viðburðir Grænna daga fara fram á ensku.
Mánudagur - 18. mars
12:00-12:30 Opnunarathöfn Grænna daga á Háskólatorgi - Ávörp flytja; Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Davíð Fjölnir Ármannsson formaður Gaia auk þess sem hann mun afhenda umhverfisverðlaun Grænna daga.
12:30-13:10 Fyrirlestur: Vistvænni ferðamáti - Hostelling International í Árnagarði - stofu 304 - Juan carlos De Barutell og Guido antonio di Carlo fjalla um hvernig við getum ferðast um á vistvænni hátt en við gerum í dag.
18:00-19:00 Rusla-ganga frá Háskólatorgi Farfuglaheimilinu Vesturgötu
19:30-20:00 Eco-Snarl á Farfuglaheimilinu Vesturgötu
20:00-21:00 Frumsýning heimildamyndar + Umræður - „Waste = Food“ á Farfuglaheimilinu Vesturgötu - Heimildarmynd sem fjallar um hugmyndafræði William McDonough og Michael Braungart „Frá vöggu til vöggu“ (e. Cradle to Cradle) og hvernig við getum dregið úr skaðlegum áhrifum manna á umhverfi og náttúru.
Þriðjudagur – 19. mars
10:00-14:00 Básar frá Hostelling International og Landvernd á Háskólatorgi
11:00-12:30 SEEDS Workshop á Háskólatorgi
11:00-15:00 Fataskiptamarkaður á Háskólatorgi
12:30-13:10 Fyrirlestur: Alda, Sköpun sjálfbærra þorpa, Askja-Room 131 - Fulltrúi Öldu, félags um sjálfbært lýðræði, fjallar um sjálfbær þorp og hugmyndir þess efnis
17:00-18:00 Fjarfyrirlestur: William McDonough, Cradle to Cradle, HT-105 - William McDonough verður í beinni frá San Francisco og mun fjalla um Cradle to Cradle Hugmyndafræðina. Fundarstjóri er Dr. Brynhildur Davíðsdóttir.
20:00-21:00 Frumsýning heimildamynda: Umhverfis –stuttmyndir í Stúdentakjallarinn
21:00-22:30 Pubquiz Grænna Daga í Stúdentakjallararnum
Miðvikudagur - 20. mars
10:00-14:00 Básar frá SEEDS og Sorpu á Háskólatorgi
11:00-12:30 SEEDS Workshop á Háskólatorgi
12:30-13:10 Fyrirlestur: „Eating our way to sustainable food design“ Reynsla verðlaunahafa Ecotrophelia 2012 í aðalbyggingu – stofu 207 - Elín Agla Briem og Sigríður Anna Ásgeirsdóttir fjalla um reynslu sína af hönnunarsamkeppninni Ecotrophelia 2012
20:00-21:30 Frumsýning heimildamyndar: „Chasing Ice“ í HT-105
Fimmtudagur – 21. mars
11:00-15:00 Fataskiptamarkaður á Háskólatorgi
12:30-13:10 Fyrirlestur, Sjálfbærni listum og nýsköpun í Gimli – 102 - Guðmundur Oddur (Goddur) frá Listaháskóla Íslands og Þorsteinn Ingi frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fjalla um sjálfbærni í listum og nýsköpun
20:00-21:30 Frumsýning heimildamyndar: „Home“ í HT- 105
Föstudagur – 22. mars
12:30-13:10 Fyrirlestur: „ Sjálfbærni í fatahönnun“ í Lögbergi – 103 - Fatahönnuðirnir Elínrós frá Ella Design og Bóas Kristjánsson fjalla um sjálfbærni í fatahönnun.
17:30 - Workshop: „Að ferðast í sjálfbærri framtíð“ í LOFT Hostel - Umræðuvettvangur um upplifum fólks á ferðalögum, umhverfismálum og sjálfbærni í ferðamáta framtíðarinnar
21:00-01:00 Tónleikar Grænna daga í Stúdentakjallaranum - Boogie Trouble - 1860 – Kanilsnældur
Birt:
Uppruni:
Náttúran.isGaia - félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands
Háskóli Íslands
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænir dagar í Háskóla Íslands“, Náttúran.is: 14. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/14/graenir-dagar-i-haskola-islands/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 19. mars 2013