Í boði náttúrunnar komið út
Tímaritið Í boði náttúrunnar var að koma út með nýju útliti og ríkulegu innihaldi. Blaðið er að þessu sinni tileinkað handverki og heilsu. Fjallað er um heilann og afkastagetu hans, baunaspírur og morgunvenjur, sparperur og stjörnuskoðun, svo fátt eitt sé nefnt. Blaðið er að vanda listrænt og fallegt með eindæmum.
Áskrifendur blaðsins fá Lífrænt Íslandskort Náttúrunnar sent með eintaki sínu af Í boði náttúrunnar að þessu sinni en aðrir geta pantað sitt eintak hér á kostnaðarverði. Ath. að sendingarkostnaður verður ekki reiknaður á sendinguna og er heildarkostnaður því 500 kr. Nóg er að senda okkur línu á nature@nature.is og óska eftir að fá kortið sent heim. Við sendum bankaupplýsingar um hæl, pökkum og sendum til þín. Aðeins eru um 100 Lífræn Íslandskort eftir á lager svo fyrstir koma fyrstir fá.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Í boði náttúrunnar komið út“, Náttúran.is: 8. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/08/i-bodi-natturunnar-komid-ut/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.