Lífrænt vottaðir kjúklingar loks til hér á landi
Þær fréttir voru að berast að Fjarðarkaup hafi nú danska lífrænt vottaða kjúklinga til sölu en það er þá í fyrsta skipti sem að lífrænt vottaðir kjúklingar standa Íslendingum til boða. Enn hefur enginn íslenskur kjúklingaframleiðandi tekið skrefið til framleiðslu á lífrænt vottuðum kjúklingum og ekki heldur lífrænt vottuðum eggjum. Neytendur hafa þó í æ ríkari mæli sýnt áhuga á að geta keypt lífrænt vottaða kjúklinga og því er það ánægjulegt að Fjarðarkaup bjóði nú upp á vöruna.
Birt:
8. mars 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt vottaðir kjúklingar loks til hér á landi“, Náttúran.is: 8. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/08/lifraent-vottadir-kjuklingar-loks-til-her-landi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.