Hægt er að vera með snertiofnæmi fyrir yfirborðsefninu cocamidoprópýl betaine sem er mjög oft notað í sápum. Efnið er unnið úr kókosolíu og dímetýlamínóprópýlamíni. Einkenni geta komið fram nokkrum klukkustundum eftir snertingu og geta innifalið rauða húð, bólgur, kláða og vökvafylltar blöðrur.

Cocamidoprópýl betaine er þekktur ofnæmisvaldur. Það getur verið ertandi fyrir húð, augu og lungu. Efnið er notað í hreinlætisvörum eins og í sjampói, handsápum og tannkremi auk þess að vera til staðar í mörgum snyrtivörum þar sem það er notað sem kvoðulausnar- eða þykkingarefni. Efnið er í freyðibaði, hreinsikremum, hreinsilausnum fyrir snertilinsur (augnlinsur) og í ýmsum kremum. Einnig í svitalyktareyðum, kremi til að fjarlægja farða, hárlitarefnum, hárlakki, fljótandi sápuefnum, sjampóum, rakkremi og í hárgeli.

Nauðsynlegt er að lesa innihaldslýsingu hverrar vöru fyrir sig, til að sjá hvort varan inniheldur cocamidoprópýl betaine eða skyld efni (sjá listann hér að neðan).

Forðast skal vörur sem innihalda eftirfarandi efni:

  • 1-Propanaminium, N-(carboxymetýl)-N, N-dímetýl-3-((1-oxokókoshnetu)amínó)-hýdroxíð innra salt
  • N-(2-Amínóetýl)-N-(2-(2-carboxýetoxý)etýl)beta-alanín, norkókó asýl afleiður, tvínatríum sölt
  • N- (Carboxýmetýl)-N, N-dímetýl-3-((1- oxokókoshnetu)amínó)-1 própanam- iníum
  • CADG
  • Cocamidoprópýl betaine
  • Cocamidoprópýl dímetýl glýsín
  • Cocamfocarboxýpropríónat hýdroxíð
  • Kvart ammóníum sambönd (carboxýmetýl) (3 cocoamídóprópýl) dim etýl, hýdroxíð innra salt
  • beta-Alanín, N-(2-amínóetýl)-N-(2-(2-carboxýethoxý)etýl)-, norkókó asýl afleiður, dínatríum sölt
  • Cocoamfódíprópríonat
  • Cocoýl amíð própýlbetaine
  • Dínatríum cocoamfódíprópríónat
  • Mirataine CB

Frekari upplýsingar er að finna á ensku á veraldarvefnum (t.d. á slóðinni: www.allergeaze.com/PDFs/NA/NA22.PDF) og hjá húð- og ofnæmislæknum.

Grafík: Tákn sem notað er eingöngu hér á vefnum þegar fjallað er um ofnæmi almennt ©Náttúran.is.

Birt:
4. mars 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Um snertiofnæmi fyrir Cocamidoprópýl betaine“, Náttúran.is: 4. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/03/um-snertiofnaemi-fyrir-cocamidopropyl-betaine/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. mars 2013
breytt: 4. mars 2013

Skilaboð: