Þurrvara
Þurrvara er eins og nafnið bendir til þurr matvara úr öllum fæðuflokkum sem er þurrkuð sérstaklega til að geymast lengur. Þurrvara þolir ekki raka. Oft er þurrvara pökkuð í rakaþolna poka eða ílát en alls ekki alltaf. Því er nauðsynlegt að geyma þurrvöru á þurrum stað til að koma í veg fyrir að hún skemmist.
Sóun matvæla er gríðarlegt vandamál en talað er um að um 50% af mat í heiminum sé hent. Bent skal á í því sambandi að „síðasti söludagur“ þýðir ekki að henda skuli matnum. Flest þurrvara helst fersk árum saman.
Birt:
8. október 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þurrvara“, Náttúran.is: 8. október 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/22/thurrvara/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. júní 2007
breytt: 17. maí 2014